6.1.2008 | 22:11
þrettándinn
Jæja ég er nú ekki besti bloggari í heimi en blogga þó stundum.
Við komum heim frá Tenerife síðastliðinn miðvikudag og for strax að vinna á fimmtudeginum en það var nú bara gott að komast í venjulega rútínu. Það var rosalega fínt á Tenerife við slöppuðum virkilega vel af og borðuðum endalaust af góðum mat, lágum í sólbaði og slöppuðum meira af. En ég er harðákveði í því að ef það verður farið aftur erlendis á þessum árstíma þá komum við heim fyrir áramót. Mér finnst allt í lagi að vera úti um jólin en ég vil vera heima um áramót. Nú er allt að fara a fullt hjá mér í kennslu, ég er að fara að kenna kvennaátak 3svar í viku karlaátak á móti Lárum þannig að við skiptumst á, Body pump einu sinni í viku þá er ég komin með þann tíma sem mig vantaði. Síðan er ég með Body attack tímann upp í Egilshöll og loks tek ég stöðvaþjálfun aðra hverja viku í Sporthúsinu. Komin í sömu gömlu rútínuna. Ekki veitir af að halda sér í formi þar sem frúin verður fertug eftir 10 daga.
Ég hef ákveðið að halda almennilega upp á afmælið mitt i sumar, þar sem að við erum nýkomin heim frá útlöndum og ekki gaman að halda garðveislu í janúar þá ætlum við að slá upp allsvakalegri fjölskylduveislu upp í sumarbústað í sumar. Þannig að fólk getur tekið börnin sín með og notið þess að vera heila helgi upp í bústað með okkur.
Stutt í skíðaferð tralalala. Ég og tvær vinkonur mínar ætlum að skella okkur til Selva á Ítalíu á skíði þann 1.mars, bara stelpurnar og halda þannig upp á að við séum allar að verða fertugar á þessu ári enda ástæða til þess að fagna, ég hef alltaf haldið þvi fram að ég muni blómstra um fertugt, og sjá það er sattttttt.
Jólaskrautið er komið niður í geymslu hjá okkur enda ekki mikið að taka þar sem að við settum ekki upp jólatré þar sem að við fórum út þann 19.des. En Sólveig systir var hér um áramótin þar sem að maðurinn hennar fór i krabbameinsaðgerð þann 27.des og gekk allt mjög vel sem betur fer. Enda tók hún höfðinglega á móti okkur var búin að þrífa íbúðina og eldaði lasagna a la Sólveig. Það gerir enginn eins gott lasagna og hún.
Jæja best að fara að skvera sér í rúmið þar sem að ég þarf að vakna fyrir kl:6.00 til þess að fara að kenna í fyrramálið.
Vonandi hafið þið öll haft það gott um jólin og eigið gleðilegt ár.
Athugasemdir
Velkomin heim og gleðilegt ár Hrafnhildur og þið öllsömul
Bestu kveðjur
Ragga mágkona
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:48
Yes - Ítalía handan við hornið... hef heyrt að skíðakennarinn okkar sé frekar flottur
Ekkert smá spennandi ferð framundan.. verðum að fara hittast og skipuleggja hvaða rauðvín á að drekka.
Luv puv.
Steinunn Steinmark....
Steinunn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:23
Til hamingju með afmælið Hrafnhildur!!
ég veit ég er aðeins of sein en það gengur allt bara hægt og rólega í heilabúinu 
Vonandi hafið þið það gott öll sömul,
bestu kveðjur
Ragga
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.1.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.