Sumarfrí!

Nú eru einungis 5 dagar í frí og meira að segja 17.júní inni í þessum vinnudögum. Gæti ekki verið betra. Það gengur vel að nudd í suðurbæjarlaug alltaf nóg að gera og gæti í raun unnið  meira ef ég vildi en ég ætla að vera skynsöm og nudda ekki of mikið.

Nú er ég búin að segja upp í Sporthúsinu, það voru alltof miklar breytingar stanslaust á tímatöflunni og ekkert gekk að fá að breyta tímasetningu á bp tímunum sem ég kenndi þannig að ég gafst upp á þessu enda ekki gott að vera of bundin yfir sumartímann og þurfa endalaust að vera að redda kennara fyrir sig. Þannig að nú kenni ég bara í Nordica Spa og Egilshöll. Sem er fínt en ég þarf að fara út að hlaupa eða sækja tíma annarsstaðar til þess að halda mér í því formi sem ég er í.

Við erum búin að fara tvisvar upp í sumarbústaðinn okkar og aldrei langar mig heim á sunnudeginum en við ætlum að vera þarna töluvert í fríinu þannig að það verður gott, þetta er engin smá afslöppun að fara aðeins út úr bænum.

Við fórum á fjórhjól um daginn með fyrirtækinu hjá strákunum þ.e. Jóseps og hinna þriggja það var hrikalega gaman, maður var svolítið skelkaður fyrst en þegar ég var komin með öryggið var ekkert sem gat stoppað mig. Við ednuðum kvöldið á veitingastaðnum Orange. Þar fengum við mjög góðan mat og góða þjónustu en ég mæli ekki með staðnum nema á virkum degi þar sem að það glymur svo svakalega í salnum þegar það er margt að það er skelfilegur hávaði.

 

Var að koma úr bíó með dætrum mínum við fórum að sjá Hulk, þetta var ágætis afþreying. Nú er lærið í ofninum og ég ætla að nudda dætur mínar aðeins fyrir matinn.

 

Hafið það gott elskurnar, Hrafnhildur 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd:

Gott að vita hvar þú ert að nudda. Það er alltaf verið að segja mér að ég þurfi að fara í nudd. Ég verð bara að panta hjá þér þegar þú kemur úr aftur úr fíi ég fer svo oft í Suðurbæjarlaug. Hafðu það gott í fríinu. kveðja

, 16.6.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband