Orðin fertug

Jæja það er brjálað að gera hjá manni þegar maður nær því að verða fertugur enginn tími fyrir blogg. En nú er bætt úr því. Varð fertug þann 16.janúar síðasiliðinn og ég hef alltaf sagt það að ég mundi blómstra þá, og það er alveg rétt, ég hef aldrei verið í betra formi, aldrei verið eins sterk og ég er gríðarlega hamningjusöm. Mér finnst frábært þegar ég hef verið spurð á hverju ég sé þegar ég er í einstaklega góðu skapi sem ég vona að sé sem oftast þá segi ég lífsgleði og það er besta víma sem til er. Hugsið ykkur hvað maður getur verið ánægðu með það að vera heilbrigður, eiga ofan í sig og sína eiga heilbrigð börn, misþæg :) og bara að fá að lifa einn dag enn. Það er ekki sjálfgefið. Nuddstofan gengur vel ég er eins og ég hef áður sagt með frábæra viðskiptavini allt úrvalsfólk og það er ótrúlegt að sumt af þessu fólki var að gefa mér afmælisgjafir sem það hefði ekkert þurft að gera, en það sýnir bara hvað maður getur náð góðum tengslum við fólkið sitt. Átaksnámskeiðin ganga vel, bæði konur og karlar að ná góðum árangri og ég er ánægð með hvað allir eru duglegir að senda mér póst ef það kemst ekki í tíma, það sýnir að aðhaldið hjá mér er gott þar sem að ég legg áherslu á að fólk mæti ef það vill ná árangri og ég vil vita ef það kemst ekki. Ég skil margar konurnar vel sem sofa yfir sig það er ekki fyrir alla að mæta 6.20 og fara að puða en þetta gera þessar elskur. Lífið er frábært í kennsluna fær maður ánægjuna af því að sjá fólk ná árangri, koma sér í form og finna fötin víkka á sér, í nuddinu er fólk ánægt með hvað því líður vel á eftir þó að þetta geti verið vont á meðan á því stendur. Og ég þakka Erlu fyrir póstinn, það er gaman að heyra að fólk kunni vel við mann sem kennara, ég geri mitt besta enda held ég að það skili sér alltaf þegar maður hefur gaman af því sem maður er að gera.

 

Jæja nú styttist í það að ég fari á skíði til Ítalíu með vinkonum mínum, plataði manninn minn til þess að gefa mér allan skíðafatnað í afmælisgjöf. Það var ekki erfitt þar sem að ég þurfti bara að fara og máta og kaupa og hann þurfti ekkert að hafa fyrir því, gott að eiga svona eiginkonu..Þannig að nú þarf ég bara að fara að pakka og gera mig klára. Og eins og þið vitið byrjar ferðin í fríhöfninni svo að kl.8.00 á laugardagsmorguninn 1.mars er ég farin til Ítalíu. Tók mig til og keypti ítalska skinku 3.tegundir og ítalskt brauð um daginn og sagði svo við fólkið mitt að þetta yrði í morgunmat hjá mér á skíðum, smá upphitun.

 

Jæja ég þarf víst að fara og skríða í rúmið þar sem að ég þarf að vakna 5.40 svo að ég verði klár í slaginn 6.20 fyrir konurnar mínar.Njótið dagsins í dag það er ekki víst að það verði morgundagur.

 

 

 

Love Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband