Bjart framundan.

Jæja nú er allt komið á fullt að redda nýju nuddaðstöðunni leigusalinn ætlar að reyna að klára að setja nýtt gólfefni fyrir helgi, þannig að við getum kanski farið að setja upp milliveggi strax eftir helgina og vonandi verið komnar inn um mánaðarmótin eða fljótlega eftir það.

Það er ekkert sérlega gaman að mæta í vinnuna þessa dagana þar sem að miðillinn gæti verið í vondi skapi og hvæst á okkur eins og hún gerði við samstarfskonu mína á fimmtudaginn og sagði við hana að við ættum löngu að vera farnar út úr húsnæðinu. Fyrirgefði en hver heldur hún að hún sé ekki á hún húsnæðið og við sömdum við leigusalann að við fengjum tíma til þess að finna nýtt húsnæði og koma okkur fyrir. Þannig að ég get ekki beðið eftir að komast í burtu og gera huggulegt á nýja staðnum.

Keypti sardínur í kolaportinu fyrir yngstu dóttur mína þar sem að hún hefur ekki getað gleymt því hvað þær voru góðar grillaðar þarna úti svo að nú þarf ég að reyna að elda þær þannig að ég eyðileggi þær ekki, guð minn góður. En það hlýtur að takast:)

Jæja ætla að skella mér í tíma til Gauja í sporthúsinu á eftir þeir eru víst rosalega skemmtilegir.

 

Hafið það gott í dag. Kv.Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt sumar

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband