Fyrsti attack tíminn minn.

Jæja nú byrjaði fyrsti body attack tíminn sem ég get kallað minn í  morgun. Og viti menn ég þurfti sko ekki að hafa áhyggjur af því að enginn mundi mæta, salurinn var troðfullur og vel það, ekkert súrefni og mikill sviti. Enda er þetta frábært fólk sem æfir í Hress, ekki spurning.

Í vinnunni er svokölluð vinavika hjá okkur, þá drögum við miða með nafni einhvers sem vinnur með okkur og gefur honum littlar gjafir eða sendum honum fallegar línur sem láta honum líða vel. Ég hefði ekki getað verið heppnari með vin, fékk fimm sms í gær sem öll urðu til þess að ég brosti breiðar og breiðar og endaði með því að ég brosti hringinn.(er það hægt)? Síðan verður smá skrall hjá okku á laugardaginn og þá kemur í ljós hver er vinur hvers og við gefum viðkomandi eitthvað sætt. Þetta er sko til þess að lífga upp á móralinn.

Nú væri ég til i að vera að vinna með vinkonu minni. Það er óvissuferð hjá henni í vinnunni og þar sem að hún er í skemmtinefnd  þá veit ég alveg hvernig dagurinn verður hjá þeim og ég er að spá í skella mér með. En mér skilst að það sé ekki nóg að þurfa að skila reikning til bæjarins tvisvar á ári til þess að vera með. En ég veit að hún á eftir að skemmta sér vel enda á hún það skilið, það á sko enginn eins góða vinkonu og ég.Wink

Foreldrar mínir voru að koma úr hálfsmánaðarferð frá Bandaríkjunum. Og mér fannst frábært að sjá hvað þau höfðu skemmt sér vel, þau hreinlega ljómuðu þegar þau töluðu um ferðina og vona ég þeirra vegna að þau fari að ferðast meira núna og skoða heiminn, þau eiga það skilið og kominn tími til. Við öll floginn úr hreiðrinu og þau þurfa eingöngu og ættu að hugsa um að gera eitthvað fyrir sjálf sig.

Systir mín þessi elska bauð öllum dætrum mínum þremur að gista hjá sér síðastliðinn laugardag. Ekki að spurja að því sjálf með þrjú ung börn en henni fannst þetta ekkert mál, enda einstök móðir og vinnu að sjálfsögðu á leikskóla þar sem að hennar hæfileikar sem algjör barnakerling og engillHalo nýtur sín vel. Henni fannst þetta ekkert mál og allt gekk í sögu. Dætur mínar eru að sjálfsögðu algjörir englar þó að þær séu stundum óþekkar við mig. Ég bauð mömmu svo  með  mér í sunnudagsbíltúr að sækja liðið í Hveragerði. Þar áttum við yndislegan dag í góðu veðri fengum okkur göngu og nutum dagsins saman. Á leiðinni heim varð ég að koma aðeins við í skólagörðunum og ná mér í smá grænmeti. En það er leyfilegt að taka aukagrænmeti þegar uppskerudagurinn hjá börnunum sem eru í skólasörðunum er búinn. Enda ætlum við mæðgur að ná okkur í kartöflur þar fljótlega, að er svo gaman að grafa í moldinni og taka upp uppskeru. Finna kraftinn úr móður jörð og vera úti í náttúrunni. Mamma sagði að ég hefði átt að vera bóndakona, sem hefði hæft mér mjög vel þar sem að ég er líka rosalega mikið fyrir dýr. En ég fæ að fara á hestbak annað slagið hjá frænda mínum á Ísafirði og passa að eiga nóg af gæludýrum. Þar er sveitaþörfinni fullnægt að lágmarki þó svo að ég vildi hafa littla sveit til þess að geta farið til og fengið smá útrás. Ég ætti kanski að auglýsa. "Sveit óskast til þess að leyfa borgarkonu að koma og fá útrás fyrir sveitaþörf sinni, er til í að vinna fyrir mat og gistingu á meðan að dvöl stendur"

Kanski einvhern daginn. Hafið það sem allra best í dag. Þetta er að sjálfsögðu frábær dagur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steinunn (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband