Breytingar

Sag er að allt fari í hringi, svo virðist einnig með líf mitt, ótrúlegt en satt.

Ég er búin að skrifa undir leigusamning við suðurbæjarlaug í Hafnarfirði með nuddaðstöðu og að sjálfsögðu er Hulda með mér. Ég var að nudda þarna fyrir sex árum síðan þegar ég var nemi og nú er ég komin þangað aftur. Það verður rosalega fínt, ekki eins hljóðlátt og á fyrri stað en nú geta nuddþegarnir hjá okkur farið í heita pottin og gufuna og við gert kanski eitthvað kósi, haft náttsloppa og handklæði fyrir kúnnana okkar.

Þetta leggst vel í mig en ég fæ smá bakþanka annað slagið þar sem að það voru svo rosaleg rólegheit á hinum staðnum en þarna er meiri erill. En við höfum aðgang að þremur herbergjum þannig að nú getur maður farið að spýta í lófana og unnið meira jibbý.

Róleg helgi hjá fjölskyldunni, fór með dætur mínar og mömmu í bæinn á laugardaginn og verslaði föt á börnin, stelpunum finnst ekki leiðinlegt að máta föt. Fór síðan í nudd kl:14.00 geðveikt og slappaði af það sem eftir var dags. Sunnudagur: leikfimi body step í sporthúsinu kl:11.30 rosa gaman, sund með fjölskyldunni, keyptum ís og fórum heim að slaka á. Fer ekki að vinna fyrr en seinnipartinn á morgun.

Gleðilegan mánudag á morgun.

 

Hrafnhildur 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju skvísan mín, skiptir ekki máli hvar þú ert... heldur hver þú ert  

steinunn (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gangið þér vel Hrafnhildur

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Rósa Jóhannesdóttir

Til hamingju með Hrafnhildur. Ég er viss um að nuddþeginn gleymir öllu amstri og heyrir engin óæskileg hljóð um leið og þú byrjar að vinna með hann.

Mundu að kíkja inn á baso.is ef þig vantar góðar vörur á stofuna á góðu verði. Kannski maður innleiði bloggvina-verð

Rósa Jóhannesdóttir, 4.5.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband