secret

Jæja er maður ekki frábær, byrjar af krafti að blogga og gleymir sér svo. Enda einungis tveir sem vita af bloginu mínu.

Maðurinn minn og besta vinkona. Góð.

Ég er byrjuð að lesa bókina secret, ég er nefninilega ein af þeim sem er endalaust að sparka í rassinn á sjálfri mér og minna mig á hvernig ég á að lifa lífinu. Þ.e. jákvæð, kát og lífsglöð. Og ég veit það allt ég þarf bara annað slagið að lesa nýja bók um þetta efni til þess að minna mig á það.

En ég er ein af þessum fáu rugluðu konum sem geng um allt og syng hvar sem ég er, enda biðja dætur mínar mig stundum um að hætta að syngja þegar við erum út í búð. En ég það kemur ekki til greina, mér líður vel við það að syngja og flestir horfa ekki á mig eins og furðufugl heldur brosa í kampinn. Enda vitum við öll að söngurinn er góður fyrir sálina ( nú fær maðurinn minn kast þar sem að hann er trúlaus og segir að við höfum ekki sál) og ég að sjálfsögðu á öndverðum meiði.

Ég hef uppgötvað það að með því að syngja líður  mér vel og viti menn fólk í kringum mig er miklu jákvæðara fyrir vikið, þó að ég mundi nú ekki vinna í idol keppni. Það er ekki hægt að syngja þegar maður er í vondu skapi og það er ekki hægt að vera í vondu skapi þegar maður syngur, þannig að ég hlýt að vera alltaf í góðu skapi. Enda veit fólk sem þekkir mig að ef ég er ekki syngjandi þá er ég eitthvað leið.

Ég vinn á týpiskum kvennavinnustað, endalaus öfund og samkeppni og baktal í gangi. Ótrúlegt hvað það tekur mikla orku frá manni að vera í einhverju endalaust svoleiðis streði, þannig að ég hef ákveðið að taka ekki þátt í svoleiðis og smurði mig með gæsafeiti til þess að geta hrint því frá mér,ojojojoj.

Matarklúbbur á morgun, foréttur blandaðir grillaðir sjávarréttir: risarækjur, humar og skelfiskur. Aðalréttur grillaðar svínalundir með poppuðum kartöflum og mango-appelsínusalati. Eftirréttur sennilega einhver dísæt kaka keypt í bakaríinu sem er góð með kaffi og koníaki. Það er einn kokkur í þessum matarklúbb og einn matgæðingur sem elskar að elda, en ég er hætt að reyna að bera mig saman við þá, þeir eru örugglega ekki eins góðir að nudda eins og ég og hver og einn er sérfræðingur á sínu sviði og það er best þannig.

Haustið!

Ég elska haustið það er minn tími. Vinnan hrúgast inn og ég fer loksins að þræla eins og veðhlaupahestur þar sem að ég tek yfirleitt of mikið af verkefnum að mér vegna þess að þannig þrífs ég best. Kenni karlaátak, kenni slökkviliðinu, kenni 3 opna tíma í viku. Nudda heilmikið, er með nuddnámskeið, nudda íþróttafélag út í bæ, og sé um þetta frábæra heimili okkar og fjölskyldu  með sex manns í plús ein kærasta hjá syni mínum í augnablikinu.

Mér finnst kuldi ekkert sérstakur en það er eitthvað við haustið sem mér finnst æðislegt, það kólnar en ég klæði mig betur, loftið verður einhvernveginn ferskara og það dimmir útim, of mikil sól er ekki góð. "segir sú sem ætlar til tenerife um jólin"Halo

Ég er hætt að bera út mogganna fyrir son minn nú tekur hann við. Er búin að fara út á hverju kvöldi kl:22.30 til þess að bera út blaðið og svo vakna kl:6.20 til þess að bera út moggann, en nú er moggatímabilinu mínu lokið í bili. Mér fannst þetta fín vinna fyrir góðan pening.

 Lífið heldur áfram, meira seinna.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var næstum hætt að nenna að kíkja á bloggið þitt ... þú ert alltaf flottust... láttu þessar kerlur  ekki ná til þín, syngdu bara fyrir þær  

Steinunn (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Og nú er ég búin að fatta bloggið þitt!

bestu kveðjur

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.9.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband