Róleg helgi

Laugardagurinn var frekar rólegur dagur. Mætti að kenna Body Attack kl:9.30 og dró Berglindi systir sem býr í Hveragerði  með mér og hún fékk að púla en stóð sig eins og hetja.

Keypti nýjan dúk á eldhúsborðið í rúmfatalagernum en þeir eru agalega þægilegir þessir plastdúkar sem eru seldir þar, það er svo auðvelt að þrífa þá.

Dætur mínar fóru í afmæli kl:15 þannig að ég skellti mér á kaffihús með vinkonu minni og sátum við úti á súfistanum í Hafnarfirði og drukkum gott kaffi og nutum veðurblíðunnar.

Vinkona min sendi mér sms þar sem að maður var að kvarta á mjög kurteisan hátt yfir einkaþjálfara sem kona hans hafði verið hjá. En konan hans hafði verið í einkahóþjálfun hjá einkaþjálfara hér í Hafnarfirði ekki í Hress samt. Og vegna veikinda mannsins hennar þurfti hún að hætta eftir viku. Hún skilaði læknisvottorði því til staðfestingar en þessi tiltekni einkaþjálfari villdi ekki endurgreiða henni gjaldið sem hún hafði greitt fyrir einkaþjálfunina sem er að sjálfsögðu ekki boðlegt.

Nú lendi ég í því sem nuddari að fólk á það til að skrópa í tímann sinn sem er nú sem betur fer ekki ogt, en ég hef þá reglu að ef ekki er afbókað með 3ja tíma fyrirvara þá þarf fólk að greiða fullan tíma. Þetta er jú mitt lifibrauð og vinna og á það ekki að bitna á mér ef fólk mætir ekki. Enda sendi ég flestum sms til þess að minna á tímann og er mæting mjög góð. En ef ég þarf að afbóka fólk vegna veikinda eða enhvers annars þá að sjálfsögðu fær það annan tíma í staðinn. En þessi tiltekni einkaþjálfari felldi víst niður einn tíma í hópaþjálfun vegna veðurs sem var gott veður, sennilega verið gaman í golfi eða sólbaði. En enginn tími kom í staðinn fyrir þennan niðurfellda sem er að sjálfsögðu ekki rétt að gera. Það gildir sú regla að ef einkaþjálfari er veikur eða getur ekki sinnt kúnnanum vegna einhverra ástæðna þá á hann að bæta kúnnanum upp tapaða tímann og ef einhver þarf að hætta af einhverjum ástæðum þá á viðkomandi að sjálfsögðu að fá endurgreitt.

Ég skal alveg viðurkenna að mér finnst alltaf jafnerfitt að rukka fyrir þjónusta mína af því að maður er að veita þjónustu en ekki að selja vöru, Ég veit ekki af hverju kanski af því að fólk labbar ekki út frá manni með eitthvað í höndunum sem það keypti, heldur líkamlega vellíðan vonandi. FootinMouth

Jæja nú er sunnudagur og fjölskyldan öll vöknuð. Planið að fara í sund og elda læri í kvöld að íslenskum sið. En við hjónin erum bæði alin upp við það að það var annaðhvort læri eða hryggur í matinn á sunnudögum hjá okkur og höfum við haldið þið nokkuð vel við með okkar fjölskyldu þó að við bregðum nú stundum út af vananum.

Vinnudagur á morgun Jibby. Ég fer í vinnuna yngsta trippið fer í kaldársel í sumarbúðir sem henni kvíður svolítið fyrir. Annar tvíburinn verður í fimleikum meira og minna allan daginn, og ætli hinn tvíburinn verði ekki í Sims í tölvunni til þess að hafa eitthvað að gera. En nóg í dag nú ætla ég að njóta síðasta frídagsins þetta sumar og fara út í góða veðrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er komin með smá leið á sims Ég get alltaf leikið við Kibbu.

Kv. Sara

Sara (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband