Sumarfrí

Ofsalega hlakka ég til þegar lífið fer í sinn vanagang og maður fer aftur að vinna, krakkarnir í skóla og venjuleg rútina kemst á.

Ég veit að maður er svolítið skrýtinn að vilja fara að vinna en mér finnst bara svo gaman í vinnunni sem betur fer að ég raunverulega sakna þess að vera ekki að vinna þó að það sé gott og hollt að taka sér frí annað slagið.

Ég svindlaði að vísu aðeins og kenndi Body Attack í morgun og kenni aftur  á morgun en ég hef bara gott af því maður þarf að koma sér í form og ekki veitir af því að hreyfa sig þar sem að útihlaupið hafði þær afleiðingar að ég fékk þessa fínu beinhimnubólgu. En ég sem nuddari kann nú að laga hana það er bara svo agalega sárt. Og þoli ég nú ýmislegt nuddi.

Ég stefni nú ekki á neitt maraþon og veit ég um suma sem ætla að fara erlendis til þess að sleppa við að hlaupa þann 18.ágúst Halo En ef að æeg held þessu eitthvað áfram þá getur vel verið að maður stefni á kanski 10.km. eftir ár með góðum vinkonum.

Fjölskyldan verður nú ekki ánægð með kvöldmatinn hjá mér, en ég er ein af þessum ungu konum haha sem var alin upp við íslenskan sveitaheimilismat. Slátur, svið og ég fékk meira að segja blóðsúpu þegar ég var yngri sem ég mundi nú ekki smakka í dag. En það áttu að vera hjörtu og nýru þar sem að ég fann hjörtu í frysti eftir sláturgerð mína og móður  minnar síðastliðið haust en ég fæ hvergi nýru þannig að það verða bara hjörtu í matinn. Og þeir á heimilinu sem vilja ekki borða þennan mat verða bara að finna sér eitthvað annað, engir hamborgarar á borðum hér í kvöld.

Ég ætla meira að segja að rækta mitt eigið grænmeti næsta vor, enda er ég byrjuð að búa til grænmetisgarð upp í sumarbústaðnum okkar þar sem verða settar niður kartöflur, grænnmeti og ýmislegt fleira. Ég er dreifbýlistútta og er stollt af því Happy

 

Later.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband