Alltaf að flytja!

Jæja nú er mál til komið að ég fari að athuga hvað fólki er illa við mig ég hlýt að vera eitthvað leiðinleg verð að taka sjálfa mig í naflaskoðun.

Ég þarf enn og aftur að færa nuddstofuna  mína. Tók að vísu sjálf þá ákvörðun að fara úr Hress með hana en hélt að ég væri komin til að vera á Reykjavíkurveginum en aldeilis ekki, miðillin sem starfar þarna í herberginu við hliðina á okkur vill mig og Huldu samstarfskonu mína út, við truflum hana.

Hún getur unnið meðan verið er að bora í veggina við hliðina á henni en ekki með okkur í næsta herbergi, eins og það séu læti í okkur? Nei ég held að þetta sé bara frekja í henni, hún vill nefninilega hafa bænahringinn sinn frammi í sameiginlegtu aðstöðunni okkar sem á að vera biðstofa en þar sem að við vinnum á kvöldin líka þarf hún að hafa bænahringinn inni í herbergi hjá sér og það líkar henni ekki.

Við höfum gert allt til þess að halda friðinn og gengið mjög hljóðlega um meira að segja látið kúnnana okkar bíða frammi á gangi í staðinn fyrir að nota þessu fínu biðstofu af því að hún vill ekki að neinn bíði inni. Við höfum keypt allan klósettpappír, sápu og annað tilfallandi fyrir reksturinn og séð um þrifin en hún ekki  sýnt neina viðleitni í þá áttina. En það er greinilegt að við erum of góðar fyrir hana þannig ætla ég að líta á það. Og að kona í hennar starfi,  miðill ætti nú að sjá sóma sinn í það að vera ekki með þessa frekju.

Og alltaf að muna að hafa eitthvað skriflegt í höndunum þannig að aðrir geti ekki ráðskast svona með mann, við framleigðum nefninilega af þriðja aðila sem starfaði með okkur en það stóð víst í samningnum hennar sem hún vissi ekki af að það mætti ekki framleigja. En það tók samt miðilinn 5 mánuði að ákveða það að nú skyldi til skarar skríða.

En þar sem að ég er friðelskandi, syngjandi og kát og lít helst alltaf á björtu hliðarnar þá ætla ég á nýjan stað með bros á vör og bara í næsta stigagang ef þannig má að orði komast, hef fengið leigt hjá nýform herbergi á annari hæð  sem er mjög huggulegt og er bara næsta hurð við þar sem ég var og nú getum við Hulda unnið á sama tíma og hist í vinnunni en okkur hefur gengið ótrúlega vel að vinna saman og aldrei fallið skuggi á það samstarf, þannig að nú er bara að spíta í lófana og gera nýju aðstöðuna huggulega.

 

 

Vonandi hafið þið öll það sem allra best.

 

Kveðja frá mér Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ  elsku Hrafnhildur ...  þetta er nú meira vesenið, en þetta er pottþétt skref upp á við fyrir ykkur, þið Hulda eigið eftir að blómstra enn betur á nýja staðnum ekki spurning! gangi þér vel   kossar og knús frá skólasystir

rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun :)  mjög skemmtilegt, mun njósna um þig annað slagið :)

Harpa (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband