Loksins út að hlaupa.

Jæja nú er ég komin með fullt af nýrri tónlist á ipodinn minn þannig að þetta var kanski bara til góðs að tölvan mín krassaði.

Það varð ekkert úr hádegistímanum á þriðjudag, þar sem að vip mættum bara þrjár í tíma svo að ég fór bara í body attack kl:17.30, tími sem ég átti að kenna en þar sem ég var í sumarfríi þá naut ég þess að vera bara á gólfinu og taka á.

Loksins komst ég eða dreif ég mig út að hlaupa, ég var búin að ákveða að fara mikið út að hlaupa í fríinu, en þar sem að mér finnst það frekar leiðinlegt var ég ekkert búin að fara þrátt fyrir að hafa þrjár vikur til þess að drífa mig. En nú er síðasta vikan í fríi að vera búin og ég dreif mig loksins af stað.

Nokkuð ánægð með sjálfa mig hljóp ég um 4.kílómetra með glænýja tónlist í ipodinum og töluverðan mótvind helminginn af leiðinni. En það er spurning hvort að það verði meira um útihlaup þar sem að ég byrja að kenna á morgun í Hress, en það er aldrei að vita.

Batnandi mönnum/konum er best að lifa.Wink

Hulda sem nuddar á móti mér í Hress tilkynnti mér það að ég gæti nuddað eins og vitleysingur fyrstu vikuna mína eftir frí þar sem að hún er að fara með manninum sínum til London town á frumsýningu og fimmstjörnu hótel í boði masterkard, en maðurinn hennar tók þátt í einhverjum leik á netinu og vann þessa flottu ferð með flugi á saga klass, gistingu í fimm nætur á 5 stjörnu hóteli og í bíó  með ríka og fræga fólkinu. Þetta verður bara gaman hjá þeim.Grin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér, er ekki bara stefnt á Glitnishlaupið ? Var farin að bíða eftir bloggi frá þér, eins gott að þú verðir duglegri að blogga á næstunni

Steinunn (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband