ipod vesen

Jæja er það ekki typiskt maður er í sumarfríi og fer alltof seint að sofa og vaknar seint í stað þess að fara fyrr að sofa vakna fyrr og nota daginn.

Nei ég varð fyrir því óhappi að tölvan mín krassaði og þurfti að fara í yfirhalningu sem þýddi að ég tapaði öllum gögnum sem á henni voru. Það sem mér fannst verst var að öll tónlist sem ég hafði hlaðið á ipodinn minn hvarf.

Nú voru góð ráð dýr ég varð að reyna að endurheimta allt draslið en það gekk ekki og endaði með því að ég varð að hlað öllum lögunum inn aftur svo að ég sat í gæt til kl:2.30 og náði að hlað mest allri body pump og body attack tónlistinni minni inn á ipodinn en nú þarf ég að grafa upp alla hina diskana sem ég hafði verið búin að verða mér út um og hlaða því öllu aftur inn.

En ég tók þann pólinn í hæðina að líta á þetta jákvæðum augum, nú gat ég byrjað upp á nýtt og reynt að velja betri tónlist en verið hafði þar sem sumt af þvi sem ég hafði verið með var hundleiðinlegt og ég lærði heilmikið á ipodinn minn í leiðinni.

En nú er kominn tími til að spýta í lófana og skella sér í leikfimi í hádeginu, ég ætla að fara í Body pump og er hún Tanja að kenna hann kasólett sem sýnir bara að kennarar í Hress kalla ekki allt ömmu sína.

 

Hafið það gott í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvísa og til hamingju með að vera komin í bloggheima

Steinunn (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband