Loksins bloggað

Jæja ég ákvað að vera ekki  minni mannsekja en dætur mínar 10 og 8 ára og búa til bloggsíðu. Ég er ekki sú  mesta tölvumanneskja sem til er en þar sem þær geta þetta hlýt ég að geta það líka. Við vorum að koma í dag úr sumarbústaðnum okkar sem er rétt hjá Laugarvatni en þar eru mínar æskuslóðir. Mér fannst skelfilegt að keyra fram hjá bílnum sem valt í morgun og sá ég það í fréttum að þetta var einhver sem var að flýta sér frá lögreglunni. Það er sorglegt þegar svona slys verða og hrýs mér hugur hvernig syni mínum sem verður 17 ára í desember á eftir að ganga í umferðinni. En maður gekk í gegnum þetta sjálfur stórslysalaust og vona ég að svo verði með hann líka. Nú er bara ein vika eftir af sumarfríinu og ætla ég að nota hana til þess að þrífa og taka vel til fyrir haustið og fara í leikfimi og koma sér í form áður en ég byrja að kenna aftur en það verður víst á föstudaginn þannig að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þetta er í fyrsta sinn á mínum 39 ára ferli sem ég tek 3 vikur samfellt í frí og er heima á Íslandi en við hjónin höfum þurft að fara erlendis til þess að við tökum almennilegt frí þar sem að við erum hálfgerðir vinnualkar og kunnum ekki að slaka á nema að fara í burtu. En með auknum aldri og þroska lærir maður að slaka á og taka sér frí. Enda er ekki nettenging í bústaðnum þannig að maðurinn minn sem er tölvunarfræðingur getur ekki unnið og ég nudda bara dætur mínar á sólríkum dögum á pallinum en það er ekki að vinna heldur gæðatími með börnunum. Jæja nóg af blaðri í bili ég á erfitt með að hætta þegar ég byrja en einhver staðar þarf maður að setja mörkin og ég hef ekkert annað að gera en að blogga á næstu dögum.  Jibby ég gat þetta  er lífið ekki frábærSmile 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband