6.9.2007 | 21:36
Karlaátak
Jæja þriðji tíminn í karlaátakinu er búinn. Vitiði það mér finnst þeir alveg frábærir þessar elskur. Það er ferlega skrýtið hvað það er mikill munur á að kenna karlaátak og kvennaátak en ég hef kennt bæði og mun kenna bæði allaveganna núna í sept. og okt. en ég er aðallega með karlaátak þarf að redda kvennaátaki kl:6.05 á morgnana ég er hvort eð er svo morgunhress. Það er svo miklu meira keppnisskap í karlmönnunum, þeir virðast leggja sig meira fram. Ekki það að konurnar eru fínar líka en karlmennirnir eru einhvernveginn hressari. Mér finnst þeir allaveganna frábærir.
Afmælisundirbúningur á fullu en yngsta stelpan verður átta ára á sunnudaginn fædd 9.09.1999 frábær tala. Er týpisk nútímahúsmóðir panta pizzur, prinsessuköku, brauðbakka í nóatúni og marsipanköku set á marengsbotna keypta í Hveragerði og afmælið er tilbúið. Haldið í Bjarkarheimilinu þannig að heimilið fer ekki í rúst. FFFFFFFFrábært.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.