lélegu bloggari

Jæja nú er komin tími til að fara af stað aftur. Er búin að jafna mig á átökum í lífi mínu undanfarið og er komin aftur í gírinn. Var látin fara sem kennari þar sem að ég var að kenna þar sem að ég  móðgaði eigandann lítillega svo núna varð ég að fara að sprikla annarsstaðar og að sjálfsögðu var ég ekki lengi að redda því enda eins og yfirkennarinn á stöðinni sem ég var að kenna á sagði "þú ert einn af topp þremur kennurum hér á stöðinni" og síðan var ég rekin. En það opnast alltaf aðrar dyr þegar einar lokast. Ég er búin að færa nuddaðstöðuna líka það var nú alltaf ætlunin og komin á yndislega rólegan og þægilegan stað nær heimilinu  meira að segja. Við verðum 4 að vinna þar tveir nuddarar ein með Cranio og einn miðill. Mjög andlegt! En staðurinn er frábær það er svo rólegt og þægilegt að vinna þarna, meira að segja kúnnarnir mínir tala um það hvað það slakar betur á á bekknum hjá mér þarna en á hinum staðnum. Ég skal viðurkenn að það tók mig tíma að jafna mig eftir brottreksturinn en síðastliðin föstudag kom ein kona sem er reglulega í nuddi hjá mér og sagði að það væri greinilegt að ég væri búin að jafna mig á öllu þar sem að ég var farin að syngja aftur. Bömmer:) nei nei ég er ekki svo fölsk. Lífið komið í sinn vanagang, brjálað að gera að sjálfsögðu og hef ég ákveðið að bóka ekki fleiri fram að áramótum þar sem að ég er að fara erlendis með fjölskylduna um jólin og er svo til uppbókuð fram að þeim tíma. Enda eins og ég hef sagt áður með alveg frábærann kúnnahóp sem kemur reglulega í nudd. Ýmislegt gerðist á sama tíma og ég var rekin. Ungur drengur bróðir bestu vinkonu minnar féll frá einungis 22. ára gamall, hann var alveg yndilsegur drengur alltaf svo kátur og glaður og alveg eins og pabbi sinn. Ég man alltaf eftir honum sem snáða labbandi með pabba sínum með sama göngulagi og skyrtuna uppur buxunum og þær sigu alltaf svolítið niður á rassin á þeim. En honum líður vonandi betur núna þar sem hann er. Mágu minn greindist  með krabbamein og er í meðferð núna, en við erum bjartsýn á að allt fari vel hjá honum. Þannig að mín vandræði voru bara lítilræði miðað við hvað margir aðrir eru að ganga í gegnum svo að ég brosi bara af hamingju þessa dagana. Önnur tvíburadætra minna er að leika núna í stuttmynd hjá einhverjum dreng sem er að klára kvikmyndaskóla Íslands rosa stuð, þetta er frábær reynsla fyrir hana og bara gaman að prófa þetta einu sinni á ævinni. Hún hefur að sjálfsögðu leikarahæfileikana frá mömmu sinni sem tróð nú nokkrum sinnum upp í grunnskóla hér forðum daga LoL  Jæja í vinnuna aftur að berja hnúta úr fólki og láta því líða vel. I´m back.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl og blessuð mágkona. Gott að sjá að þú ert komin aftur. Það er aldeilis að gengur á! En það er víst svona þetta líf, fullt af óvæntum uppákomum bæði skemmtilegum og "minna skemmtilegum".

Gangi þér vel á nýja staðnum. Bið að heilsa

bestu kveðjur

Ragga 

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.10.2007 kl. 15:07

2 identicon

Gott að þú ert byrjuð að syngja aftur,þó að það sé stundum erfitt í verslunum að hafa þig syngjandi.Haltu bara áfram ljúfan mín. Mamma

Sara var frábær á tónleikonum

Mamma (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:43

3 identicon

Elsku Hrafnhildur..

Rakst á síðuna þína í gengum síðuna hjá Hildi Hinriks.

Er miður mín að heyra að þú sért hætt í Hress, ég sem ætlaði að koma til þín í Jan. Þú ert besti þjálfarinn sem ég hef haft á átaksnámsk.

Það er rétt sem þú segir -þegar dyrnar lokast þá, þá opnast nýjar leiðir. Vonadi lætur þetta ekki stoppa þig að hætta að þjálfa.

Hafðu það gott-vertu dugleg að halda áfram að blogga..

kv Erla

Erla Björk Hjartardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband