Sumarfrí!

Nú eru einungis 5 dagar í frí og meira að segja 17.júní inni í þessum vinnudögum. Gæti ekki verið betra. Það gengur vel að nudd í suðurbæjarlaug alltaf nóg að gera og gæti í raun unnið  meira ef ég vildi en ég ætla að vera skynsöm og nudda ekki of mikið.

Nú er ég búin að segja upp í Sporthúsinu, það voru alltof miklar breytingar stanslaust á tímatöflunni og ekkert gekk að fá að breyta tímasetningu á bp tímunum sem ég kenndi þannig að ég gafst upp á þessu enda ekki gott að vera of bundin yfir sumartímann og þurfa endalaust að vera að redda kennara fyrir sig. Þannig að nú kenni ég bara í Nordica Spa og Egilshöll. Sem er fínt en ég þarf að fara út að hlaupa eða sækja tíma annarsstaðar til þess að halda mér í því formi sem ég er í.

Við erum búin að fara tvisvar upp í sumarbústaðinn okkar og aldrei langar mig heim á sunnudeginum en við ætlum að vera þarna töluvert í fríinu þannig að það verður gott, þetta er engin smá afslöppun að fara aðeins út úr bænum.

Við fórum á fjórhjól um daginn með fyrirtækinu hjá strákunum þ.e. Jóseps og hinna þriggja það var hrikalega gaman, maður var svolítið skelkaður fyrst en þegar ég var komin með öryggið var ekkert sem gat stoppað mig. Við ednuðum kvöldið á veitingastaðnum Orange. Þar fengum við mjög góðan mat og góða þjónustu en ég mæli ekki með staðnum nema á virkum degi þar sem að það glymur svo svakalega í salnum þegar það er margt að það er skelfilegur hávaði.

 

Var að koma úr bíó með dætrum mínum við fórum að sjá Hulk, þetta var ágætis afþreying. Nú er lærið í ofninum og ég ætla að nudda dætur mínar aðeins fyrir matinn.

 

Hafið það gott elskurnar, Hrafnhildur 


Nýtt líf:)

Jæja er byrjuð á fullu að nudda niður í suðurbæjarlaug, og mér líður eins og ég sé komin heim. Það er gott að fara að nudda á stað þar sem að maður þekkir allt og gengur bara beint inn og þarf ekki að venjast neinu upp á nýtt. Þekkir hluta af starfsfólkinu og ég hef fengið þvílikar móttökur að ég var bara hrærð yfir sumum þeirra. Það er gott að finna að fólki líkar við mann. Mér finnst líka frábært að nú getum við Hulda boðið fólki upp á að fá sloppa og handklæði og fara í heita pottinn og gufuna, enda mælist það svo vel fyrir að við þurfum að fjárfesta í fleiri sloppum og handklæðum og sennilega einhverjum inniskóm þannig að fólk þurfi ekki að labba berfætt niður í herbergi til okkar.

Leysti af í Nordica spa um daginn og var að sjálfsgögðu ráðin þar sem BP kennari þau vildu einnig fá mig sem nuddara en þar sem að það er nóg að gera hjá mér á hinum staðnum þá ákvað ég að bíða og sjá til en það væri gaman að fara að nudda á svona huggulegum stað. Enda er mjög gott að kenna þarna, vel tekið á móti manni, mjög lítilll salur að vísu en fólkið er gott sem er að mæta í tíma og tekur þátt í honum, en það er það sem gerir kennsluna svona skemmtilega.

Er einnig farin að kenna aftur í Egilshöll, þær vildu endilega fá Body Attack aftur þessar elskur sem ég kenndi fyrr í vetur þannig að nú er ég þar einu sinni í viku. Þetta er fín ég kenni nú 2 pump tíma og 2 attack, það ætti að halda mér í formi, ekki veitir af þar sem að það fer að styttast í sumarfrí og þá slappar maður af og borðar góðan mat.

 

 

Njótið lífsins.Hrafnhildur


Breytingar

Sag er að allt fari í hringi, svo virðist einnig með líf mitt, ótrúlegt en satt.

Ég er búin að skrifa undir leigusamning við suðurbæjarlaug í Hafnarfirði með nuddaðstöðu og að sjálfsögðu er Hulda með mér. Ég var að nudda þarna fyrir sex árum síðan þegar ég var nemi og nú er ég komin þangað aftur. Það verður rosalega fínt, ekki eins hljóðlátt og á fyrri stað en nú geta nuddþegarnir hjá okkur farið í heita pottin og gufuna og við gert kanski eitthvað kósi, haft náttsloppa og handklæði fyrir kúnnana okkar.

Þetta leggst vel í mig en ég fæ smá bakþanka annað slagið þar sem að það voru svo rosaleg rólegheit á hinum staðnum en þarna er meiri erill. En við höfum aðgang að þremur herbergjum þannig að nú getur maður farið að spýta í lófana og unnið meira jibbý.

Róleg helgi hjá fjölskyldunni, fór með dætur mínar og mömmu í bæinn á laugardaginn og verslaði föt á börnin, stelpunum finnst ekki leiðinlegt að máta föt. Fór síðan í nudd kl:14.00 geðveikt og slappaði af það sem eftir var dags. Sunnudagur: leikfimi body step í sporthúsinu kl:11.30 rosa gaman, sund með fjölskyldunni, keyptum ís og fórum heim að slaka á. Fer ekki að vinna fyrr en seinnipartinn á morgun.

Gleðilegan mánudag á morgun.

 

Hrafnhildur 

 

 


Bjart framundan.

Jæja nú er allt komið á fullt að redda nýju nuddaðstöðunni leigusalinn ætlar að reyna að klára að setja nýtt gólfefni fyrir helgi, þannig að við getum kanski farið að setja upp milliveggi strax eftir helgina og vonandi verið komnar inn um mánaðarmótin eða fljótlega eftir það.

Það er ekkert sérlega gaman að mæta í vinnuna þessa dagana þar sem að miðillinn gæti verið í vondi skapi og hvæst á okkur eins og hún gerði við samstarfskonu mína á fimmtudaginn og sagði við hana að við ættum löngu að vera farnar út úr húsnæðinu. Fyrirgefði en hver heldur hún að hún sé ekki á hún húsnæðið og við sömdum við leigusalann að við fengjum tíma til þess að finna nýtt húsnæði og koma okkur fyrir. Þannig að ég get ekki beðið eftir að komast í burtu og gera huggulegt á nýja staðnum.

Keypti sardínur í kolaportinu fyrir yngstu dóttur mína þar sem að hún hefur ekki getað gleymt því hvað þær voru góðar grillaðar þarna úti svo að nú þarf ég að reyna að elda þær þannig að ég eyðileggi þær ekki, guð minn góður. En það hlýtur að takast:)

Jæja ætla að skella mér í tíma til Gauja í sporthúsinu á eftir þeir eru víst rosalega skemmtilegir.

 

Hafið það gott í dag. Kv.Hrafnhildur


Alltaf að flytja!

Jæja nú er mál til komið að ég fari að athuga hvað fólki er illa við mig ég hlýt að vera eitthvað leiðinleg verð að taka sjálfa mig í naflaskoðun.

Ég þarf enn og aftur að færa nuddstofuna  mína. Tók að vísu sjálf þá ákvörðun að fara úr Hress með hana en hélt að ég væri komin til að vera á Reykjavíkurveginum en aldeilis ekki, miðillin sem starfar þarna í herberginu við hliðina á okkur vill mig og Huldu samstarfskonu mína út, við truflum hana.

Hún getur unnið meðan verið er að bora í veggina við hliðina á henni en ekki með okkur í næsta herbergi, eins og það séu læti í okkur? Nei ég held að þetta sé bara frekja í henni, hún vill nefninilega hafa bænahringinn sinn frammi í sameiginlegtu aðstöðunni okkar sem á að vera biðstofa en þar sem að við vinnum á kvöldin líka þarf hún að hafa bænahringinn inni í herbergi hjá sér og það líkar henni ekki.

Við höfum gert allt til þess að halda friðinn og gengið mjög hljóðlega um meira að segja látið kúnnana okkar bíða frammi á gangi í staðinn fyrir að nota þessu fínu biðstofu af því að hún vill ekki að neinn bíði inni. Við höfum keypt allan klósettpappír, sápu og annað tilfallandi fyrir reksturinn og séð um þrifin en hún ekki  sýnt neina viðleitni í þá áttina. En það er greinilegt að við erum of góðar fyrir hana þannig ætla ég að líta á það. Og að kona í hennar starfi,  miðill ætti nú að sjá sóma sinn í það að vera ekki með þessa frekju.

Og alltaf að muna að hafa eitthvað skriflegt í höndunum þannig að aðrir geti ekki ráðskast svona með mann, við framleigðum nefninilega af þriðja aðila sem starfaði með okkur en það stóð víst í samningnum hennar sem hún vissi ekki af að það mætti ekki framleigja. En það tók samt miðilinn 5 mánuði að ákveða það að nú skyldi til skarar skríða.

En þar sem að ég er friðelskandi, syngjandi og kát og lít helst alltaf á björtu hliðarnar þá ætla ég á nýjan stað með bros á vör og bara í næsta stigagang ef þannig má að orði komast, hef fengið leigt hjá nýform herbergi á annari hæð  sem er mjög huggulegt og er bara næsta hurð við þar sem ég var og nú getum við Hulda unnið á sama tíma og hist í vinnunni en okkur hefur gengið ótrúlega vel að vinna saman og aldrei fallið skuggi á það samstarf, þannig að nú er bara að spíta í lófana og gera nýju aðstöðuna huggulega.

 

 

Vonandi hafið þið öll það sem allra best.

 

Kveðja frá mér Hrafnhildur


Smá pistill

Ég hef verið skömmuð fyrir það hvað ég sé lélegur bloggari sem er alveg rétt og ætla ég ekki að lofa upp í ermina á mér að ég verði eitthvað betir en maður veit aldrei.

 

Byrjum á 1.mars. Skíðaferð  með tveimur bestu vinkonum mínum. Þetta var algjör draumaferð enda var mín fljót að leggja aftur inn á söfnunarreikninginn 0kkar vinkvennana daginn eftir að ég kom heim.

Við fórum til Selva á Ítalíu og vorum þar á skíðum í heila viku. Fyrsta daginn fórum við Steinunn í skíðakennslu fyrir hádegi, en Binna sem er alvön skellti sér ein í brekkurnar á meðan. Eftir hádegi fórum við svo að prófa aðeins sjálfar og eins og fólk hafði sagt þá var þetta eins og að læra að hjóla við þurftum bara að rifja upp þá kom þetta eins og að drekka vatn.

Annan daginn fórum við svo með íslendingum í ferð og fórum niður  hina frægu sasslong brunbraut að vísu á okkar hraða og örugglega ekki í bruni en geri aðrir betur á örðum degi. Við vöknuðum snemma alla dagana og vorum komnar upp í brekkur um 9 leytið, síðan var skíðað stoppað og kannaðir nokkrir heitir drykkir þar sem að við vildum alls ekki fá tunnuklof af því að við vorum svo duglegar að skíða þá urðum við að drekka sem mest af drykkjum með rjóma í :)  Í hádeginu fengum við okkur svo eitthvað að borða aðallega brauð með tómötum og mozarella osti en við tókum hálfgerðu ástfóstri við slíkt brauð. Loks var skíðað meira og endað á La Stue í drykk. Síðan haldið rakleiðis upp á hótel í  gufu og heitan pott sem var alveg nauðsynlegt eftir alla þessa skíðarækt.

Maturinn á hótelinu var allt í lagi en við ákváðum að fara tvö kvöld út að borða annarsstaðar og endaði það með því að hótlestjórinn spurði hvort að okkur líkaði ekki  maturinn hjá þeim o o. Við kynntumst einnig frábæru fólki frá Dublin og spurðu þau hvar við hefðum verið síðustu tvö kvöld af hverju við hefðum ekki borðað á hótelinu, svo við sögðumst hafa farið út að borða, þau áttu ekki til orð og sögðu bara já Íslendingar eiga svo mikinn pening. Er það ekki týpiskt flestir útlendingar láta sér ekki detta í hug að fara út að borða þegar það er búið að borga fyrir mat á hótelinu, en við sem erum í algjörri kreppuástandi núna spreðum og spreðum. hahaha.

Ég mæli alveg hiklaust með að fólk fari í svona ferð og er ég ákveðin í því að við fjölskyldan förum einhverntímann í svona saman þegar stelpurnar eru orðnar svolítið eldri, það er eins gott að fara að leggja fyrir því að það er ekki ódýrt með 6 manna fjölskyldu!

Jæja þetta dugar í bili. Meira á morgun.


Orðin fertug

Jæja það er brjálað að gera hjá manni þegar maður nær því að verða fertugur enginn tími fyrir blogg. En nú er bætt úr því. Varð fertug þann 16.janúar síðasiliðinn og ég hef alltaf sagt það að ég mundi blómstra þá, og það er alveg rétt, ég hef aldrei verið í betra formi, aldrei verið eins sterk og ég er gríðarlega hamningjusöm. Mér finnst frábært þegar ég hef verið spurð á hverju ég sé þegar ég er í einstaklega góðu skapi sem ég vona að sé sem oftast þá segi ég lífsgleði og það er besta víma sem til er. Hugsið ykkur hvað maður getur verið ánægðu með það að vera heilbrigður, eiga ofan í sig og sína eiga heilbrigð börn, misþæg :) og bara að fá að lifa einn dag enn. Það er ekki sjálfgefið. Nuddstofan gengur vel ég er eins og ég hef áður sagt með frábæra viðskiptavini allt úrvalsfólk og það er ótrúlegt að sumt af þessu fólki var að gefa mér afmælisgjafir sem það hefði ekkert þurft að gera, en það sýnir bara hvað maður getur náð góðum tengslum við fólkið sitt. Átaksnámskeiðin ganga vel, bæði konur og karlar að ná góðum árangri og ég er ánægð með hvað allir eru duglegir að senda mér póst ef það kemst ekki í tíma, það sýnir að aðhaldið hjá mér er gott þar sem að ég legg áherslu á að fólk mæti ef það vill ná árangri og ég vil vita ef það kemst ekki. Ég skil margar konurnar vel sem sofa yfir sig það er ekki fyrir alla að mæta 6.20 og fara að puða en þetta gera þessar elskur. Lífið er frábært í kennsluna fær maður ánægjuna af því að sjá fólk ná árangri, koma sér í form og finna fötin víkka á sér, í nuddinu er fólk ánægt með hvað því líður vel á eftir þó að þetta geti verið vont á meðan á því stendur. Og ég þakka Erlu fyrir póstinn, það er gaman að heyra að fólk kunni vel við mann sem kennara, ég geri mitt besta enda held ég að það skili sér alltaf þegar maður hefur gaman af því sem maður er að gera.

 

Jæja nú styttist í það að ég fari á skíði til Ítalíu með vinkonum mínum, plataði manninn minn til þess að gefa mér allan skíðafatnað í afmælisgjöf. Það var ekki erfitt þar sem að ég þurfti bara að fara og máta og kaupa og hann þurfti ekkert að hafa fyrir því, gott að eiga svona eiginkonu..Þannig að nú þarf ég bara að fara að pakka og gera mig klára. Og eins og þið vitið byrjar ferðin í fríhöfninni svo að kl.8.00 á laugardagsmorguninn 1.mars er ég farin til Ítalíu. Tók mig til og keypti ítalska skinku 3.tegundir og ítalskt brauð um daginn og sagði svo við fólkið mitt að þetta yrði í morgunmat hjá mér á skíðum, smá upphitun.

 

Jæja ég þarf víst að fara og skríða í rúmið þar sem að ég þarf að vakna 5.40 svo að ég verði klár í slaginn 6.20 fyrir konurnar mínar.Njótið dagsins í dag það er ekki víst að það verði morgundagur.

 

 

 

Love Hrafnhildur


þrettándinn

Jæja ég er nú ekki besti bloggari í heimi en blogga þó stundum.

 

Við komum heim frá Tenerife síðastliðinn miðvikudag og for strax að vinna á fimmtudeginum en það var nú bara gott að komast í venjulega rútínu. Það var rosalega fínt á Tenerife við slöppuðum virkilega vel af og borðuðum endalaust af góðum mat, lágum í sólbaði og slöppuðum meira af. En ég er harðákveði í því að ef það verður farið aftur erlendis á þessum árstíma þá komum við heim fyrir áramót. Mér finnst allt í lagi að vera úti um jólin en ég vil vera heima um áramót. Nú er allt að fara a fullt hjá mér í kennslu, ég er að fara að kenna kvennaátak 3svar í viku karlaátak á móti Lárum þannig að við skiptumst á, Body pump einu sinni í viku þá er ég komin með þann tíma sem mig vantaði. Síðan er ég með Body attack tímann upp í Egilshöll og loks tek ég stöðvaþjálfun aðra hverja viku í Sporthúsinu. Komin í sömu gömlu rútínuna. Ekki veitir af að halda sér í formi þar sem frúin verður fertug eftir 10 daga.

Ég hef ákveðið að halda almennilega upp á afmælið mitt i sumar, þar sem að við erum nýkomin  heim frá útlöndum og ekki gaman að halda garðveislu í janúar þá ætlum við að slá upp allsvakalegri fjölskylduveislu upp í sumarbústað í sumar. Þannig að fólk getur tekið börnin sín með og notið þess að vera heila helgi upp í bústað með okkur.

 

Stutt í skíðaferð tralalala. Ég og tvær vinkonur mínar ætlum að skella okkur til Selva á Ítalíu á skíði þann 1.mars, bara stelpurnar og halda þannig upp á að við séum allar að verða fertugar á þessu ári enda ástæða til þess að fagna, ég hef alltaf haldið þvi fram að ég muni blómstra um fertugt, og sjá það er sattttttt.

Jólaskrautið er komið niður í geymslu hjá okkur enda ekki mikið að taka þar sem að við settum ekki upp jólatré þar sem að við fórum út þann 19.des. En Sólveig systir var hér um áramótin þar sem að maðurinn hennar fór i krabbameinsaðgerð þann 27.des og gekk allt mjög vel sem betur fer. Enda tók hún höfðinglega á móti okkur var búin að þrífa íbúðina og eldaði lasagna a la Sólveig. Það gerir enginn eins gott lasagna og hún.

 

Jæja best að fara að skvera sér í rúmið þar sem að ég þarf að vakna fyrir kl:6.00 til þess að fara að kenna í fyrramálið.

 

Vonandi hafið þið öll haft það gott um jólin og eigið gleðilegt ár.


Frábært jólahlaðborð

Við vorum að koma frá hótel Rangá í dag, þar sem við vorum ásamt góðum vinum á jólahlaðborði. Þetta var alveg æðislegt!

 

Við komum á hótelið um 15.30 og fengum þá herbergið. Við hjónin skelltum okkur í bað strax, það var stórt hornbaðkar sem við gátum notið þess að vera tvö í og slappa af. Síðan fórum við upp á barinn þar sem að við hittum alla hina, en við erum fjögur hjón í þessum matarklúbb okkar og ákvaðum við að breyta aðeins til og skella okkur á jólahlaðborð saman og við vorum sko ekki svikin af þessu hlaðborði. Hótelið er rosalega huggulegt, maturinn var frábær!!!!!!!!! og þjónustan til fyrirmyndar og þetta kostaði ekki mikið við hjónin borguðum um 43.000 fyrir herlegheitin og þar inni í voru drykkir með matnum og fyrir og eftir mat, gistingin, jólahlaðborðið og morgunmatur daginn eftir. Það er sko óhætt að mæla með þessu fyrir alla yndislegur staður.

 

Nú er ekki nema mánuður þangað til fjölskyldan fer út til þess að eyða jólunum á Tenerif og eru stelpurnar farnar að telja niður dagana, okkur hlakkar öll mikið til.

 

Mágur minn fer að klára krabbameinsmeðferðin og gengur hún bara vel, en hann er orðinn svolítið slappur og leggur sig á daginn en virðist taka þessari hörkumeðferð nokkuð vel.

 

Jæja nú þarf ég að hætta, boðaði húsfund þar sem að vetrardekkjunum okkar var stolið úr geymslu sem er sameiginleg og ég er ekki sátt við það, einhver nágranni minn hefur selt dekkin mín eða keyrir á þeim og það líð ég ekki, enda ætla ég að fara fram á það að húsfélagið borgi brúsann ef enginn gefur sig fram sem sökudólg.

 

Happy happy happy.

 

Kv.Hrafnhildur


lélegu bloggari

Jæja nú er komin tími til að fara af stað aftur. Er búin að jafna mig á átökum í lífi mínu undanfarið og er komin aftur í gírinn. Var látin fara sem kennari þar sem að ég var að kenna þar sem að ég  móðgaði eigandann lítillega svo núna varð ég að fara að sprikla annarsstaðar og að sjálfsögðu var ég ekki lengi að redda því enda eins og yfirkennarinn á stöðinni sem ég var að kenna á sagði "þú ert einn af topp þremur kennurum hér á stöðinni" og síðan var ég rekin. En það opnast alltaf aðrar dyr þegar einar lokast. Ég er búin að færa nuddaðstöðuna líka það var nú alltaf ætlunin og komin á yndislega rólegan og þægilegan stað nær heimilinu  meira að segja. Við verðum 4 að vinna þar tveir nuddarar ein með Cranio og einn miðill. Mjög andlegt! En staðurinn er frábær það er svo rólegt og þægilegt að vinna þarna, meira að segja kúnnarnir mínir tala um það hvað það slakar betur á á bekknum hjá mér þarna en á hinum staðnum. Ég skal viðurkenn að það tók mig tíma að jafna mig eftir brottreksturinn en síðastliðin föstudag kom ein kona sem er reglulega í nuddi hjá mér og sagði að það væri greinilegt að ég væri búin að jafna mig á öllu þar sem að ég var farin að syngja aftur. Bömmer:) nei nei ég er ekki svo fölsk. Lífið komið í sinn vanagang, brjálað að gera að sjálfsögðu og hef ég ákveðið að bóka ekki fleiri fram að áramótum þar sem að ég er að fara erlendis með fjölskylduna um jólin og er svo til uppbókuð fram að þeim tíma. Enda eins og ég hef sagt áður með alveg frábærann kúnnahóp sem kemur reglulega í nudd. Ýmislegt gerðist á sama tíma og ég var rekin. Ungur drengur bróðir bestu vinkonu minnar féll frá einungis 22. ára gamall, hann var alveg yndilsegur drengur alltaf svo kátur og glaður og alveg eins og pabbi sinn. Ég man alltaf eftir honum sem snáða labbandi með pabba sínum með sama göngulagi og skyrtuna uppur buxunum og þær sigu alltaf svolítið niður á rassin á þeim. En honum líður vonandi betur núna þar sem hann er. Mágu minn greindist  með krabbamein og er í meðferð núna, en við erum bjartsýn á að allt fari vel hjá honum. Þannig að mín vandræði voru bara lítilræði miðað við hvað margir aðrir eru að ganga í gegnum svo að ég brosi bara af hamingju þessa dagana. Önnur tvíburadætra minna er að leika núna í stuttmynd hjá einhverjum dreng sem er að klára kvikmyndaskóla Íslands rosa stuð, þetta er frábær reynsla fyrir hana og bara gaman að prófa þetta einu sinni á ævinni. Hún hefur að sjálfsögðu leikarahæfileikana frá mömmu sinni sem tróð nú nokkrum sinnum upp í grunnskóla hér forðum daga LoL  Jæja í vinnuna aftur að berja hnúta úr fólki og láta því líða vel. I´m back.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband