Karlaátak

Jæja þriðji tíminn í karlaátakinu er búinn. Vitiði það mér finnst þeir alveg frábærir þessar elskur. Það er ferlega skrýtið hvað það er mikill munur á að kenna karlaátak og kvennaátak en ég hef kennt bæði og mun kenna bæði allaveganna núna í sept. og okt. en ég er aðallega með karlaátak þarf að redda kvennaátaki kl:6.05 á morgnana  ég er hvort eð er svo morgunhress. Það er svo miklu meira keppnisskap í karlmönnunum, þeir virðast leggja sig meira fram. Ekki það að konurnar eru fínar líka en karlmennirnir eru einhvernveginn hressari. Mér finnst þeir allaveganna frábærir.Tounge

Afmælisundirbúningur á fullu en yngsta stelpan verður átta ára á sunnudaginn fædd 9.09.1999 frábær tala. Er týpisk nútímahúsmóðir panta pizzur, prinsessuköku, brauðbakka í nóatúni og marsipanköku set á marengsbotna keypta í Hveragerði og afmælið er tilbúið. Haldið í Bjarkarheimilinu þannig að heimilið fer ekki í rúst. FFFFFFFFrábært.

 


Fyrsti attack tíminn minn.

Jæja nú byrjaði fyrsti body attack tíminn sem ég get kallað minn í  morgun. Og viti menn ég þurfti sko ekki að hafa áhyggjur af því að enginn mundi mæta, salurinn var troðfullur og vel það, ekkert súrefni og mikill sviti. Enda er þetta frábært fólk sem æfir í Hress, ekki spurning.

Í vinnunni er svokölluð vinavika hjá okkur, þá drögum við miða með nafni einhvers sem vinnur með okkur og gefur honum littlar gjafir eða sendum honum fallegar línur sem láta honum líða vel. Ég hefði ekki getað verið heppnari með vin, fékk fimm sms í gær sem öll urðu til þess að ég brosti breiðar og breiðar og endaði með því að ég brosti hringinn.(er það hægt)? Síðan verður smá skrall hjá okku á laugardaginn og þá kemur í ljós hver er vinur hvers og við gefum viðkomandi eitthvað sætt. Þetta er sko til þess að lífga upp á móralinn.

Nú væri ég til i að vera að vinna með vinkonu minni. Það er óvissuferð hjá henni í vinnunni og þar sem að hún er í skemmtinefnd  þá veit ég alveg hvernig dagurinn verður hjá þeim og ég er að spá í skella mér með. En mér skilst að það sé ekki nóg að þurfa að skila reikning til bæjarins tvisvar á ári til þess að vera með. En ég veit að hún á eftir að skemmta sér vel enda á hún það skilið, það á sko enginn eins góða vinkonu og ég.Wink

Foreldrar mínir voru að koma úr hálfsmánaðarferð frá Bandaríkjunum. Og mér fannst frábært að sjá hvað þau höfðu skemmt sér vel, þau hreinlega ljómuðu þegar þau töluðu um ferðina og vona ég þeirra vegna að þau fari að ferðast meira núna og skoða heiminn, þau eiga það skilið og kominn tími til. Við öll floginn úr hreiðrinu og þau þurfa eingöngu og ættu að hugsa um að gera eitthvað fyrir sjálf sig.

Systir mín þessi elska bauð öllum dætrum mínum þremur að gista hjá sér síðastliðinn laugardag. Ekki að spurja að því sjálf með þrjú ung börn en henni fannst þetta ekkert mál, enda einstök móðir og vinnu að sjálfsögðu á leikskóla þar sem að hennar hæfileikar sem algjör barnakerling og engillHalo nýtur sín vel. Henni fannst þetta ekkert mál og allt gekk í sögu. Dætur mínar eru að sjálfsögðu algjörir englar þó að þær séu stundum óþekkar við mig. Ég bauð mömmu svo  með  mér í sunnudagsbíltúr að sækja liðið í Hveragerði. Þar áttum við yndislegan dag í góðu veðri fengum okkur göngu og nutum dagsins saman. Á leiðinni heim varð ég að koma aðeins við í skólagörðunum og ná mér í smá grænmeti. En það er leyfilegt að taka aukagrænmeti þegar uppskerudagurinn hjá börnunum sem eru í skólasörðunum er búinn. Enda ætlum við mæðgur að ná okkur í kartöflur þar fljótlega, að er svo gaman að grafa í moldinni og taka upp uppskeru. Finna kraftinn úr móður jörð og vera úti í náttúrunni. Mamma sagði að ég hefði átt að vera bóndakona, sem hefði hæft mér mjög vel þar sem að ég er líka rosalega mikið fyrir dýr. En ég fæ að fara á hestbak annað slagið hjá frænda mínum á Ísafirði og passa að eiga nóg af gæludýrum. Þar er sveitaþörfinni fullnægt að lágmarki þó svo að ég vildi hafa littla sveit til þess að geta farið til og fengið smá útrás. Ég ætti kanski að auglýsa. "Sveit óskast til þess að leyfa borgarkonu að koma og fá útrás fyrir sveitaþörf sinni, er til í að vinna fyrir mat og gistingu á meðan að dvöl stendur"

Kanski einvhern daginn. Hafið það sem allra best í dag. Þetta er að sjálfsögðu frábær dagur.

 


secret

Jæja er maður ekki frábær, byrjar af krafti að blogga og gleymir sér svo. Enda einungis tveir sem vita af bloginu mínu.

Maðurinn minn og besta vinkona. Góð.

Ég er byrjuð að lesa bókina secret, ég er nefninilega ein af þeim sem er endalaust að sparka í rassinn á sjálfri mér og minna mig á hvernig ég á að lifa lífinu. Þ.e. jákvæð, kát og lífsglöð. Og ég veit það allt ég þarf bara annað slagið að lesa nýja bók um þetta efni til þess að minna mig á það.

En ég er ein af þessum fáu rugluðu konum sem geng um allt og syng hvar sem ég er, enda biðja dætur mínar mig stundum um að hætta að syngja þegar við erum út í búð. En ég það kemur ekki til greina, mér líður vel við það að syngja og flestir horfa ekki á mig eins og furðufugl heldur brosa í kampinn. Enda vitum við öll að söngurinn er góður fyrir sálina ( nú fær maðurinn minn kast þar sem að hann er trúlaus og segir að við höfum ekki sál) og ég að sjálfsögðu á öndverðum meiði.

Ég hef uppgötvað það að með því að syngja líður  mér vel og viti menn fólk í kringum mig er miklu jákvæðara fyrir vikið, þó að ég mundi nú ekki vinna í idol keppni. Það er ekki hægt að syngja þegar maður er í vondu skapi og það er ekki hægt að vera í vondu skapi þegar maður syngur, þannig að ég hlýt að vera alltaf í góðu skapi. Enda veit fólk sem þekkir mig að ef ég er ekki syngjandi þá er ég eitthvað leið.

Ég vinn á týpiskum kvennavinnustað, endalaus öfund og samkeppni og baktal í gangi. Ótrúlegt hvað það tekur mikla orku frá manni að vera í einhverju endalaust svoleiðis streði, þannig að ég hef ákveðið að taka ekki þátt í svoleiðis og smurði mig með gæsafeiti til þess að geta hrint því frá mér,ojojojoj.

Matarklúbbur á morgun, foréttur blandaðir grillaðir sjávarréttir: risarækjur, humar og skelfiskur. Aðalréttur grillaðar svínalundir með poppuðum kartöflum og mango-appelsínusalati. Eftirréttur sennilega einhver dísæt kaka keypt í bakaríinu sem er góð með kaffi og koníaki. Það er einn kokkur í þessum matarklúbb og einn matgæðingur sem elskar að elda, en ég er hætt að reyna að bera mig saman við þá, þeir eru örugglega ekki eins góðir að nudda eins og ég og hver og einn er sérfræðingur á sínu sviði og það er best þannig.

Haustið!

Ég elska haustið það er minn tími. Vinnan hrúgast inn og ég fer loksins að þræla eins og veðhlaupahestur þar sem að ég tek yfirleitt of mikið af verkefnum að mér vegna þess að þannig þrífs ég best. Kenni karlaátak, kenni slökkviliðinu, kenni 3 opna tíma í viku. Nudda heilmikið, er með nuddnámskeið, nudda íþróttafélag út í bæ, og sé um þetta frábæra heimili okkar og fjölskyldu  með sex manns í plús ein kærasta hjá syni mínum í augnablikinu.

Mér finnst kuldi ekkert sérstakur en það er eitthvað við haustið sem mér finnst æðislegt, það kólnar en ég klæði mig betur, loftið verður einhvernveginn ferskara og það dimmir útim, of mikil sól er ekki góð. "segir sú sem ætlar til tenerife um jólin"Halo

Ég er hætt að bera út mogganna fyrir son minn nú tekur hann við. Er búin að fara út á hverju kvöldi kl:22.30 til þess að bera út blaðið og svo vakna kl:6.20 til þess að bera út moggann, en nú er moggatímabilinu mínu lokið í bili. Mér fannst þetta fín vinna fyrir góðan pening.

 Lífið heldur áfram, meira seinna.Whistling


Róleg helgi

Laugardagurinn var frekar rólegur dagur. Mætti að kenna Body Attack kl:9.30 og dró Berglindi systir sem býr í Hveragerði  með mér og hún fékk að púla en stóð sig eins og hetja.

Keypti nýjan dúk á eldhúsborðið í rúmfatalagernum en þeir eru agalega þægilegir þessir plastdúkar sem eru seldir þar, það er svo auðvelt að þrífa þá.

Dætur mínar fóru í afmæli kl:15 þannig að ég skellti mér á kaffihús með vinkonu minni og sátum við úti á súfistanum í Hafnarfirði og drukkum gott kaffi og nutum veðurblíðunnar.

Vinkona min sendi mér sms þar sem að maður var að kvarta á mjög kurteisan hátt yfir einkaþjálfara sem kona hans hafði verið hjá. En konan hans hafði verið í einkahóþjálfun hjá einkaþjálfara hér í Hafnarfirði ekki í Hress samt. Og vegna veikinda mannsins hennar þurfti hún að hætta eftir viku. Hún skilaði læknisvottorði því til staðfestingar en þessi tiltekni einkaþjálfari villdi ekki endurgreiða henni gjaldið sem hún hafði greitt fyrir einkaþjálfunina sem er að sjálfsögðu ekki boðlegt.

Nú lendi ég í því sem nuddari að fólk á það til að skrópa í tímann sinn sem er nú sem betur fer ekki ogt, en ég hef þá reglu að ef ekki er afbókað með 3ja tíma fyrirvara þá þarf fólk að greiða fullan tíma. Þetta er jú mitt lifibrauð og vinna og á það ekki að bitna á mér ef fólk mætir ekki. Enda sendi ég flestum sms til þess að minna á tímann og er mæting mjög góð. En ef ég þarf að afbóka fólk vegna veikinda eða enhvers annars þá að sjálfsögðu fær það annan tíma í staðinn. En þessi tiltekni einkaþjálfari felldi víst niður einn tíma í hópaþjálfun vegna veðurs sem var gott veður, sennilega verið gaman í golfi eða sólbaði. En enginn tími kom í staðinn fyrir þennan niðurfellda sem er að sjálfsögðu ekki rétt að gera. Það gildir sú regla að ef einkaþjálfari er veikur eða getur ekki sinnt kúnnanum vegna einhverra ástæðna þá á hann að bæta kúnnanum upp tapaða tímann og ef einhver þarf að hætta af einhverjum ástæðum þá á viðkomandi að sjálfsögðu að fá endurgreitt.

Ég skal alveg viðurkenna að mér finnst alltaf jafnerfitt að rukka fyrir þjónusta mína af því að maður er að veita þjónustu en ekki að selja vöru, Ég veit ekki af hverju kanski af því að fólk labbar ekki út frá manni með eitthvað í höndunum sem það keypti, heldur líkamlega vellíðan vonandi. FootinMouth

Jæja nú er sunnudagur og fjölskyldan öll vöknuð. Planið að fara í sund og elda læri í kvöld að íslenskum sið. En við hjónin erum bæði alin upp við það að það var annaðhvort læri eða hryggur í matinn á sunnudögum hjá okkur og höfum við haldið þið nokkuð vel við með okkar fjölskyldu þó að við bregðum nú stundum út af vananum.

Vinnudagur á morgun Jibby. Ég fer í vinnuna yngsta trippið fer í kaldársel í sumarbúðir sem henni kvíður svolítið fyrir. Annar tvíburinn verður í fimleikum meira og minna allan daginn, og ætli hinn tvíburinn verði ekki í Sims í tölvunni til þess að hafa eitthvað að gera. En nóg í dag nú ætla ég að njóta síðasta frídagsins þetta sumar og fara út í góða veðrið.

 


Sumarfrí

Ofsalega hlakka ég til þegar lífið fer í sinn vanagang og maður fer aftur að vinna, krakkarnir í skóla og venjuleg rútina kemst á.

Ég veit að maður er svolítið skrýtinn að vilja fara að vinna en mér finnst bara svo gaman í vinnunni sem betur fer að ég raunverulega sakna þess að vera ekki að vinna þó að það sé gott og hollt að taka sér frí annað slagið.

Ég svindlaði að vísu aðeins og kenndi Body Attack í morgun og kenni aftur  á morgun en ég hef bara gott af því maður þarf að koma sér í form og ekki veitir af því að hreyfa sig þar sem að útihlaupið hafði þær afleiðingar að ég fékk þessa fínu beinhimnubólgu. En ég sem nuddari kann nú að laga hana það er bara svo agalega sárt. Og þoli ég nú ýmislegt nuddi.

Ég stefni nú ekki á neitt maraþon og veit ég um suma sem ætla að fara erlendis til þess að sleppa við að hlaupa þann 18.ágúst Halo En ef að æeg held þessu eitthvað áfram þá getur vel verið að maður stefni á kanski 10.km. eftir ár með góðum vinkonum.

Fjölskyldan verður nú ekki ánægð með kvöldmatinn hjá mér, en ég er ein af þessum ungu konum haha sem var alin upp við íslenskan sveitaheimilismat. Slátur, svið og ég fékk meira að segja blóðsúpu þegar ég var yngri sem ég mundi nú ekki smakka í dag. En það áttu að vera hjörtu og nýru þar sem að ég fann hjörtu í frysti eftir sláturgerð mína og móður  minnar síðastliðið haust en ég fæ hvergi nýru þannig að það verða bara hjörtu í matinn. Og þeir á heimilinu sem vilja ekki borða þennan mat verða bara að finna sér eitthvað annað, engir hamborgarar á borðum hér í kvöld.

Ég ætla meira að segja að rækta mitt eigið grænmeti næsta vor, enda er ég byrjuð að búa til grænmetisgarð upp í sumarbústaðnum okkar þar sem verða settar niður kartöflur, grænnmeti og ýmislegt fleira. Ég er dreifbýlistútta og er stollt af því Happy

 

Later.


Loksins út að hlaupa.

Jæja nú er ég komin með fullt af nýrri tónlist á ipodinn minn þannig að þetta var kanski bara til góðs að tölvan mín krassaði.

Það varð ekkert úr hádegistímanum á þriðjudag, þar sem að vip mættum bara þrjár í tíma svo að ég fór bara í body attack kl:17.30, tími sem ég átti að kenna en þar sem ég var í sumarfríi þá naut ég þess að vera bara á gólfinu og taka á.

Loksins komst ég eða dreif ég mig út að hlaupa, ég var búin að ákveða að fara mikið út að hlaupa í fríinu, en þar sem að mér finnst það frekar leiðinlegt var ég ekkert búin að fara þrátt fyrir að hafa þrjár vikur til þess að drífa mig. En nú er síðasta vikan í fríi að vera búin og ég dreif mig loksins af stað.

Nokkuð ánægð með sjálfa mig hljóp ég um 4.kílómetra með glænýja tónlist í ipodinum og töluverðan mótvind helminginn af leiðinni. En það er spurning hvort að það verði meira um útihlaup þar sem að ég byrja að kenna á morgun í Hress, en það er aldrei að vita.

Batnandi mönnum/konum er best að lifa.Wink

Hulda sem nuddar á móti mér í Hress tilkynnti mér það að ég gæti nuddað eins og vitleysingur fyrstu vikuna mína eftir frí þar sem að hún er að fara með manninum sínum til London town á frumsýningu og fimmstjörnu hótel í boði masterkard, en maðurinn hennar tók þátt í einhverjum leik á netinu og vann þessa flottu ferð með flugi á saga klass, gistingu í fimm nætur á 5 stjörnu hóteli og í bíó  með ríka og fræga fólkinu. Þetta verður bara gaman hjá þeim.Grin 

 


ipod vesen

Jæja er það ekki typiskt maður er í sumarfríi og fer alltof seint að sofa og vaknar seint í stað þess að fara fyrr að sofa vakna fyrr og nota daginn.

Nei ég varð fyrir því óhappi að tölvan mín krassaði og þurfti að fara í yfirhalningu sem þýddi að ég tapaði öllum gögnum sem á henni voru. Það sem mér fannst verst var að öll tónlist sem ég hafði hlaðið á ipodinn minn hvarf.

Nú voru góð ráð dýr ég varð að reyna að endurheimta allt draslið en það gekk ekki og endaði með því að ég varð að hlað öllum lögunum inn aftur svo að ég sat í gæt til kl:2.30 og náði að hlað mest allri body pump og body attack tónlistinni minni inn á ipodinn en nú þarf ég að grafa upp alla hina diskana sem ég hafði verið búin að verða mér út um og hlaða því öllu aftur inn.

En ég tók þann pólinn í hæðina að líta á þetta jákvæðum augum, nú gat ég byrjað upp á nýtt og reynt að velja betri tónlist en verið hafði þar sem sumt af þvi sem ég hafði verið með var hundleiðinlegt og ég lærði heilmikið á ipodinn minn í leiðinni.

En nú er kominn tími til að spýta í lófana og skella sér í leikfimi í hádeginu, ég ætla að fara í Body pump og er hún Tanja að kenna hann kasólett sem sýnir bara að kennarar í Hress kalla ekki allt ömmu sína.

 

Hafið það gott í dag.


Loksins bloggað

Jæja ég ákvað að vera ekki  minni mannsekja en dætur mínar 10 og 8 ára og búa til bloggsíðu. Ég er ekki sú  mesta tölvumanneskja sem til er en þar sem þær geta þetta hlýt ég að geta það líka. Við vorum að koma í dag úr sumarbústaðnum okkar sem er rétt hjá Laugarvatni en þar eru mínar æskuslóðir. Mér fannst skelfilegt að keyra fram hjá bílnum sem valt í morgun og sá ég það í fréttum að þetta var einhver sem var að flýta sér frá lögreglunni. Það er sorglegt þegar svona slys verða og hrýs mér hugur hvernig syni mínum sem verður 17 ára í desember á eftir að ganga í umferðinni. En maður gekk í gegnum þetta sjálfur stórslysalaust og vona ég að svo verði með hann líka. Nú er bara ein vika eftir af sumarfríinu og ætla ég að nota hana til þess að þrífa og taka vel til fyrir haustið og fara í leikfimi og koma sér í form áður en ég byrja að kenna aftur en það verður víst á föstudaginn þannig að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þetta er í fyrsta sinn á mínum 39 ára ferli sem ég tek 3 vikur samfellt í frí og er heima á Íslandi en við hjónin höfum þurft að fara erlendis til þess að við tökum almennilegt frí þar sem að við erum hálfgerðir vinnualkar og kunnum ekki að slaka á nema að fara í burtu. En með auknum aldri og þroska lærir maður að slaka á og taka sér frí. Enda er ekki nettenging í bústaðnum þannig að maðurinn minn sem er tölvunarfræðingur getur ekki unnið og ég nudda bara dætur mínar á sólríkum dögum á pallinum en það er ekki að vinna heldur gæðatími með börnunum. Jæja nóg af blaðri í bili ég á erfitt með að hætta þegar ég byrja en einhver staðar þarf maður að setja mörkin og ég hef ekkert annað að gera en að blogga á næstu dögum.  Jibby ég gat þetta  er lífið ekki frábærSmile 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband